Loading...
rules 2025-01-09T18:40:37+00:00

Leikreglur

Skráning

Leikmenn greiða þátttökugjaldið og fá aðgang að síðunni. Aðganginn veitir vefstjóri síðunnar, Helgi Þór (helgi.thor.gudmundsson@gmail.com).

Tippa á leikina

Tippaðu á úrstlit allra leikja keppninnar. Lokað verður fyrir tippbreytingar 15 mín. fyrir hvern leik. Klukkan sem notuð er er klukkan á netþjóninum sem síðan er keyrð á. Mælt er með að tippa tímalega.

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir vantar að fylla út þá leiki sem koma eftir riðlakeppnina. Þeir verða settir inn í kerfið um leið og við vitum hverjir spila þá leiki. Þú getur svo sem alveg fyllt þá út strax og reynt á heppnina. Þú hefur einnig séns á að breyta þeim leikjum þangað til 15 mín. áður en viðkomandi leikur hefst.

Ýta þarf á “Save” neðst niðri til þess að vista tippið.

Stigaskor

Í seinni stigum keppninnar eru úrslit eftir venjulegan leiktíma ásamt viðbótartíma notuð til að reikna út tippskor leikja. Mörk skoruð í vítaspyrnukeppni eru ekki notuð.

Þú færð stig fyrir að tippa á réttan sigurvegara í hverjum leik eða á jafntefli, það kölluð við rétt úrslit án þess að vera með markatölu rétta. Ef þú tippar á rétt úrslit ásamt því að vera með markatölu beggja liða rétta færðu fullt hús stiga. Þú færð aukastig ef þú tippar á rétta markatölu, jafnvel þó þú tippaðir á vitlaus úrslit (t.d. ef leikurinn endar 1-1 og þú tippar 0-1, myndir þú fá eitt stig fyrir að hafa markatölu rétta hjá öðru liðinu). Einnig er hægt að fá aukastig fyrir að vera með markamuninn réttan í leiknum (t.d. ef þú giskar á rétt úrslit en ekki á rétta markatölu getur þú fengið aukastig fyrir réttan markamun, dæmi: Þú tippar 3-1 en leikurinn fer 2-0).

Stig
Rétt úrslit (rétt markatala) 5
Rétt úrslit (röng markatala) 2
Bónus fyrir rétta markatölu hjá öðru liðinu 1
Bónus fyrir réttan markamun milli liða en rangar markatölur 1
Bónus fyrir rétt svar við spurningu vikunnar 2

Hvað gerist ef tveir tipparar eru jafnir á stigatöflunni?

Þegar 2 eða fleiri tipparar eru jafnir í stigatöflunni þá taka eftirfarandi flokkunarreglur gildi (sú sem skiptir máli er efst):

  1. Fjöldi réttra úrslita (rétt markatala)
  2. Fjöldi réttra úrslita (röng markatala)